Stálu dýrgripum upp á 136 milljarða króna

Ljósmynd/Wikipedia.org

Brotist var inn í Konunglegu höllina í borginni Dresden í Þýskalandi snemma í morgun og stolið þaðan dýrmætum safngripum sem metnir eru á um einn milljarð evra eða sem nemur um 136 milljörðum króna.

Fram kemur í frétt AFP að brotist hafi verið inn í Grænu hvelfinguna hvar um fjögur þúsund dýrgripir úr fílabeini, gulli, silfri og gimsteinum hafi verið geymdir. Innbrotsþjófanir komust undan að sögn lögreglunnar og er þeirra leitað.

Þýska dagblaðið Bild segir þjófana hafa rofið rafmagn til hallarinnar og síðan komist inn um glugga. Þeir hafi lagt áherslu á smærri dýrgripi en skilið stærri og fyrirferðarmeiri gripi eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert