Ætlar að kæra úrslit kosninganna

Hage Geingob hefur verið forseti Namibíu í eitt kjörtímabil og …
Hage Geingob hefur verið forseti Namibíu í eitt kjörtímabil og var endurkjörinn í umdeildum kosningum í síðasta mánuði. AFP

Pand­u­leni Itula, 62 ára fyrr­ver­andi tann­lækn­ir, sem er í SWAPO en bauð sig fram sem óháð for­seta­efni í forsetakosningunum í Namibíu í lok síðasta mánaðar, hyggst stefna yfirkjörstjórn landsins eftir kosningarnar.

Þetta kemur fram á vef The Namibian.

Sitj­andi for­set­inn Hage Geingob hef­ur að sögn yf­ir­valda fengið rúm­lega 56% tal­inna at­kvæða en Italu um 30% atkvæða.

SWAPO hef­ur verið við völd í Namib­íu frá því að landið fékk sjálf­stæði frá Suður-Afr­íku árið 1990 og flokk­ur­inn hef­ur verið með tvo þriðju sæta á þingi lands­ins frá 1994. Flokk­ur Vena­an­is, Lýðræðis­hreyf­ing­in, hef­ur ekki átt upp á pall­borðið hjá kjós­end­un­um vegna tengsla hans við stjórn hvíta minni­hlut­ans í Suður-Afr­íku áður en Namibía fékk sjálf­stæði. Hinir stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir eru veik­ir og sundraðir vegna deilna milli þjóðern­is­hópa.

Lögmaður Itula sendi yfirkjörstjórn bréf í vikunni þar sem greint var frá því að hann ætlaði að kæra niðurstöðuna.

Þar kemur enn fremur fram að Itula krefjist þess að fá öll gögn vegna kosninganna til að hægt sé að kæra framkvæmdina til Hæstaréttar landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert