Íshellan á Grænlandi bráðnar sjö sinnum hraðar

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/RAX

Íshellan á Grænlandi bráðnar sjö sinnum hraðar en á tíunda áratugnum og mun hraðar en búist var við.

Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í tímaritinu Nature. Notast var við gervihnattamyndir við rannsóknina. 

Vísindamenn vara við því að milljónir manna til viðbótar verði fyrir vikið í hættu vegna flóða undir lok þessarar aldar.

Grænland hefur misst 3,8 trilljónir tonna af ís frá árinu 1992, sem nægir til að hækka sjávarmál um 1,06 sentimetra.

Ísinn bráðnaði að meðaltali um 33 milljarða tonna á ári á tíunda áratugnum en undanfarna þrjá áratugi hefur umfang hans dregist saman um 254 milljarða tonna á ári.

Margir vísindamenn óttast að gróðurhúsaáhrifin hafi orðið til þess að ísinn nái sér aldrei á strik aftur, mögulega með hörmulegum afleiðingum fyrir mannkynið.

Umfjöllun BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert