Umdeilt lýðræði í Venesúela

Juan Guaidó kom miklu róti á stjórnmálin í Venesúela í byrjun árs þegar hann lýsti því yfir að hann væri réttmætur forseti landsins á fjölmennri útisamkomu í Caracas. Nokkur vestræn ríki þar á meðal Bandaríkin viðurkenndu kröfu Guaidó.

Nicolas Maduro hafði borið sigur úr býtum í forsetakosningum sem fóru fram 2018 og sagði þetta vera tilraun til valdaráns. Í kjölfarið sleit hann stjórnmálatengsl við Bandaríkin og gaf bandarískum embættismönnum 72 klukkurstundir til að yfirgefa landið.

Í alþjóðasamfélaginu studdu ríki Guaidó og Maduro á víxl. Auk Bandaríkjamanna viðurkenndu Bretar Guaidó sem réttmætan forseta landsins á þeim forsendum að konsingarnar hefðu verið ólögmætar. Rússar, Tyrkir, og Mexíkóar segja hinsvegar kjörið á Maduro standa.  

Laugardaginn 28. desember fylgir sérblaðið Tímamót með Morgunblaðinu sem unnið er í samstarfi við bandaríska dagblaðið The New York Times. Jafnframt mun mbl.is birta myndskeið með fréttaskýringum bandaríska fjölmiðilsins um einstök mál á alþjóðavettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert