Banna sólarvörn sem ógnar kóralrifum

Kafari skoðar kóralrif. Palau eyjar eru þekktar sem „óspillt paradís“ …
Kafari skoðar kóralrif. Palau eyjar eru þekktar sem „óspillt paradís“ fyrir kafara. AFP

Kyrrahafsþjóðin sem heldur til á Palau eyjum er sú fyrsta sem leggur blátt bann við sólarvörn sem er skaðleg kóralrifum og lífríki sjávar. BBC greinir frá þessu. 

Frá morgundeginum verður ekki leyfilegt að bera á sig eða selja sólarvörn sem inniheldur algeng innihaldsefni svo sem oxybenzone.

„Við verðum að lifa í sátt við náttúruna og virða hana því náttúran er hreiður lífsins,“ segir Tommy Remengesau, forseti Palau, um ákvörðunina. 

Eyjarnar eru þekktar sem „óspillt paradís“ fyrir kafara. Lón á sem staðsett er á eyjaklasa innan Paulau er á heimsminjaskrá UNESCO. Á eyjunum búa um 20.000 manns og dreifist fólksfjöldinn á hundruðir eyja. 

Banna tvö efni sem gleypa útfjólublátt ljós

Bannið var fyrst tilkynnt árið 2018. Það útlistar 10 innihaldsefni sem eru ekki leyfileg, þar á meðal oxybenzone og octinoxate. Bæði efnin gleypa í sig útfjólubláa geisla sólarinnar. 

Alþjóðlega kóralrifa stofnunin hefur áður sagt að efnin sem bönnuð eru séu þekkt mengandi efni. Flest þeirra eru mjög eitruð og geta verið býsna skaðleg mörgum dýrategundum.

Eitruð efni úr sólarvörn hafa fundist í kóralrifum Paulau eyja og segir Remengesau að það sé þjóðinni engin fyrirstaða að vera sú fyrsta sem bannar efnin. 

Sólarvörnum sem innihalda skaðleg efni fer fækkandi. Árið 2018 gáfu sérfræðingar út að þau væri að finna í um það vil helmingi sólarvarna. Framleiðendur sólarvarna hafa mótmælt banninu.  

Hawai hefur tilkynnt að landið muni innleiða svipað bann árið 2021, sömuleiðis mun sambærilegt bann taka gildi í mars á bresku Jómfrúareyjunum og á karabísku eyjunni Bonaire. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert