Kennir Íran um árásina

Donald Trump kennir Íran um árásina á bandaríska sendiráðið í …
Donald Trump kennir Íran um árásina á bandaríska sendiráðið í Írak, en írönsk stjórnvöld hafa neitað sök. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað Íran og kennt landinu um árás sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Baghdad í Írak. Mótmælendur réðust á sendiráðið í gær vegna loftárása Bandaríkjamanna í Írak fyrir þremur dögum. 

í Twitter-færslu sinni segir forsetinn að árásin verði Íran dýrkeypt, en yfirvöld í Íran neita að hafa skipulagt árásina. 

Mót­mæl­end­ur söfnuðust saman í gær og köstuðu grjóti að sendi­ráðinu, eyðilögðu ör­ygg­is­mynda­vél­ar og kveiktu í banda­ríska fán­an­um. Tókst ör­ygg­is­vörðum ekki að koma í veg fyr­ir að hóp­ur­inn kæm­ist inn fyr­ir varn­ar­múra sendi­ráðsins, þrátt fyr­ir að beita tára­gasi og öðrum vopn­um. Þetta er í fyrsta sinn í nokk­ur ár sem mót­mæl­end­um hef­ur tek­ist að brjóta sér leið inn í banda­rískt sendi­ráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert