Netanyahu biður um friðhelgi

Benjam­in Net­anya­hu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjam­in Net­anya­hu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels bar upp ósk við Ísraelska þingið í dag sem laut að því að hann fengi friðhelgi. Þessi ósk kemur í kjölfarið á því að Netanyahu var kærður fyrir spillingu. 

Netanyahu er þaulsetnasti forsætisráðherra Ísraels og berst hann nú fyrir pólitískum ferli sínum á tveimur vígstöðvum. Annars vegar hvað varðar ásakanir um spillingu og hins vegar vegna sterkrar andstöðu miðjuflokksins Bláhvítu hreyfingarinnar í garð Netanyahu.

Búist er við því að beiðni Netanyahu um friðhelgi muni tefja upphafi dómsmáls gegn honum um nokkra mánuði. Beiðnin er „í samræmi við lögin og er markmið hennar að halda áfram að þjóna ísraelsku þjóðinni fyrir framtíð Ísraels,“ sagði Netanyahu við fréttamenn í Jerúsalem.

Þrjú aðskilin spillingarmál

Netanyahu var ákærður í nóvember síðastliðnum fyrir mútugreiðslur, svik og trúnaðarbrest í þremur aðskildum spillingarmálum. Hann neitar ásökunum og segir saksóknara og fjölmiðla á nornaveiðum. 

Sitjandi forsætisráðherra þarf ekki að láta af störfum nema hann sé dæmdur brotlegur gegn ísraelskum lögum og einungis eftir að allar leiðir til áfrýjunar hafa verið reyndar. Þó er óljóst hvort forseti geti falið sigurvegara kosninga að mynda nýja ríkisstjórn á meðan ákæra gegn sigurvegaranum er enn virk.

Kosningar eru fyrirhugaðar í Ísrael á árinu og verða kosningarnar þær þriðju á innan við ári þar sem illa hefur gengið að mynda ríkisstjórn. Netanyahu var nýverið endurkjörinn formaður flokks síns, Likud, og því er útlit fyrir að Netanyahu muni leiða Likud í næstu kosningum. 

Ásakanir gegn forsetanum eru meðal annars á þá leið að hann hafi tekið á móti gjöfum að andvirði mörg þúsund bandaríkjadala og hann hafi boðist til þess að breyta reglugerðum í skiptum fyrir jákvæða umfjöllun fjölmiðla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert