Fjórtán létust er jarðsprengja sprakk

Hermenn í Búrkína Faso. Landsmenn hafa átt í baráttu við …
Hermenn í Búrkína Faso. Landsmenn hafa átt í baráttu við vígamenn árum saman. AFP

Að minnsta kosti 14 létu lífið og 4 slösuðust er rúta keyrði yfir jarðsprengju, sem sprakk, í borginni Toeni í norðvesturhluta Búrkína Faso í dag. Farþegar rútunnar voru aðallega nemar sem voru á leið aftur á háskólasvæði eftir áramótaleyfi með fjölskyldum sínum. BBC greinir frá.

Ekki er ljóst hverjir bera ábyrgð á árásinni, en árásir jíhadista í Búrkína Faso hafa aukist að undanförnu. 35 voru drepnir á aðfangadag í árás jí­hadista á bæ­inn Arbinda og nálæga herstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert