Tvær sprengjur sprungu í Stokkhólmi

Sprengja sprakk annars staðar í Stokkhólmi í síðustu viku.
Sprengja sprakk annars staðar í Stokkhólmi í síðustu viku. AFP

Tvær sprengjur sprungu í norðvesturhluta Stokkhólms í nótt. Ein manneskja var flutt á sjúkrahús og er talið að um barn sé að ræða. 50 manns þurftu að yfirgefa heimili sín segir í frétt sænska ríkisútvarpsins.

Að sögn Magnus Kark sem starfar hjá Neyðarlínunni í Stokkhólmi voru margir í áfalli sem höfðu samband þangað í nótt en sprengjurnar sprungu á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt tilkynningum sem bárust til Neyðarlínunnar heyrðust sprengingar í Husby og í ljós kom að önnur sprengjan sprakk í fjölbýlishúsi í Kista og hin í Husby. Aðeins nokkur hundruð metrar eru á milli húsanna og sprungu þær á svipuðum tíma.

Towe Hägg, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, segir að lögreglan sé á staðnum en sprengingin í Husby hafi verið kröftugri en hin. Talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni þar sem sprengjan sprakk og fjölmargar rúður brotnuðu í öðrum íbúðum. 

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert