Tveir greindir með kórónaveiruna í Japan

Heilbrigðisráðuneytið í Japan tilkynnti í dag að annað tilfelli kórónaveirunnar sem breiðst hefur út frá borginni Wuhan í Kína hefði greinst þar í landi, í manni sem hafði einmitt nýlega verið staddur í Wuhan.

Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins kom maðurinn til Japans 19. janúar og hafði þá verið orðinn hitalaus eftir að hafa verið veikur í nokkra daga þar á undan. Hitinn blossaði þó aftur upp í honum í gær og þá leitaði hann sér aðstoðar á spítala í Tókýó, þar sem hann dvelur nú.

Um 20 milljónir í sóttkví í Kína

Sjúk­dóm­ur­inn er rak­inn til mat­ar­markaðar í Wu­h­an, en hann hef­ur greinst í ferðamönn­um sem þaðan hafa komið til fjölda Asíulanda. Þá hafa tvö til­vik komið upp í Banda­ríkj­un­um, auk þess sem grun­ur leik­ur á að sex veik­ir ein­stak­ling­ar í Skotlandi og Írlandi séu veik­ir af kór­óna­veirunni nýju, sem hefur heitið 2019-nCoV.

Al­gert sam­göngu­bann er í gildi í Wu­h­an og kemst eng­inn til eða frá borg­inni, auk þess sem skorður hafa verið sett­ar á sam­göng­ur í að minnsta kosti fimm öðrum kín­versk­um borg­um. Samkvæmt frétt AFP eru í reynd um 20 milljónir manna í sóttkví.

Kórónaveiran á lík­lega ræt­ur að rekja til leður­blaka eða sná­ka, en sjúkdómurinn er nú far­inn að smit­ast manna á milli. Ekki er þó talið að hann hafi smit­ast á milli manna utan Kína enn sem komið er.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in WHO hefur sagt að enn sé ekki til­efni til að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna sjúk­dóms­ins, en fylg­ist grannt með gangi mála.

Sótt­varn­arlækn­ir tel­ur ekki ástæðu til að hvetja til ferðabanns til Kína vegna hinn­ar nýju kór­óna­veiru. Ekki er held­ur ástæða til að skima farþega á flug­völl­um hér á landi.

Frá flugvelli rétt utan við í Tókíó í dag, þar …
Frá flugvelli rétt utan við í Tókíó í dag, þar sem allir farþegar sem komu með síðasta fluginu í bili frá kínversku stórborginni Wuhan voru teknir í sérstaka skoðun við komuna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert