Almennir borgarar létust í hryðjuverkaárásum

AFP

Hið minnsta 11 almennir borgarar létust í tveimur aðskildum árásum hryðjuverkasamtaka fyrir helgi í Níger. 

Sex létust í annarri árásinni í gærkvöldi í suðausturhluta Diffa-héraðs við landamæri Chad og Nígeríu. Fjögur fórnalambanna voru úr sömu fjölskyldu. Hin árásin átti sér stað í Tillaberi-héraði við landamæri Malí á fimmtudagskvöld. Fjórir vopnaðir menn á mótorhjólum hófu skothríð á þorpið Molia, en notkun mótorhjóla er bönnuð í héraðinu. Samkvæmt heimildum AFP létust að minnsta kosti fjórir í þeirri árás. 

Árásir hryðjuverkasamtaka tengdum Ríki íslams eru tíðar í Níger og nágrannaríkjum í Vestur-Afríku. Samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna létust um 4.000 manns í slíkum árásum í Búrkína Fasó, Malí og Níger á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert