Veður sem gæti ógnað lífi íbúa

Mikið hefur verið um flóð á Bretlandseyjum.
Mikið hefur verið um flóð á Bretlandseyjum. AFP

Gríðarleg rigning og mikið hvassvirði er nú á Bretlandseyjum, en stormurinn Ciara gengur nú yfir landið. 

Mikið hefur verið um flóð og í Pateley í Norður-Yorkshire hefur verið gefin viðvörun um að veðrið gæti ógnað lífi íbúa. Þúsundir heimila eru án rafmagns og íþróttaviðburðum hefur verið frestað auk þess sem fjölda flugferða hefur verið aflýst. Þó vakti athygli að áætlunarflug British Airways frá London til New York varð hraðasta flug undir hljóðhraða á þessari leið, en flugvélin fékk mikinn meðbyr í storminum. 

AFP

Veðurviðvaranir eru í gildi víða um landið og vindhviður hafa sums staðar farið upp fyrir 42 metra á sekúndu.

Veðurviðvaranir sem eru í gildi víða á Englandi og í Wales til klukkan 21 að staðartíma í kvöld kveða á um að brak og mikill öldugangur gæti ógnað lífi fólks fari það ekki varlega. Þá er almenn gul veðurviðvörun í gildi fyrir allt Bretland fram að miðnætti í kvöld. Þá eru yfir 250 flóðaviðvaranir í gildi í landinu.

Frétt BBC. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert