Nýtt bóluefni prófað á músum

Frá tilraunastofu Imperial College í London, þar sem tilraunir á …
Frá tilraunastofu Imperial College í London, þar sem tilraunir á nýju bóluefni eru hafnar á músum. AFP

Breskir vísindamenn hafa hafið tilraunir með nýtt bóluefni sem þeir eru með í þróun gegn kórónuveirunni.

Vísindamennirnir í Imperial College í London telja sig meðal þeirra fyrstu sem hafa hafið tilraunir bóluefnis gegn veirunni á dýrum, en tilraunadýr þeirra eru mýs.

Vonast þeir til þess að bóluefnið geti stöðvað útbreiðslu kórónuveirunnar fyrir lok þessa árs.

Vísindamenn um heim allan keppast nú við að þróa bóluefni gegn veirunni sem hefur dregið rúmlega þúsund manns til dauða og smitað ríflega fjörutíu þúsund.

Samkvæmt kínverskum yfirvöldum hafa vísindamenn við háskólann í Shanghai einnig hafið tilraunir á bóluefninu á músum.

Ekki er hlaupið að þróun nýs bóluefnis, en venjulega tekur það nokkur ár af tilraunum á dýrum og mönnum áður en það fer í almenna notkun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert