1.519 látnir af völdum kórónuveirunnar

Kínversk yfirvöld hafa óskað eftir fleiri andlitsgrímum til að berjast …
Kínversk yfirvöld hafa óskað eftir fleiri andlitsgrímum til að berjast gegn útbreiðslu veirunnar. AFP

Alls hafa 1.519 lát­ist af völd­um kór­ónu­veirunn­ar COVID-19 sem á upptök sín í Wuhan í Hubei-héraði í Kína. Yf­ir­völd í Hubei greindu í kvöld frá 140 dauðsföll­um til viðbót­ar af völd­um veirunn­ar.

Yfir 2.400 ný tilfelli hafa verið staðfest en það eru helmingi færri tilfelli en staðfest voru í gær.

Samanlagt hafa rúmlega 66 þúsund smitast af veirunni. Borgaryfirvöld í Peking tilkynntu fyrr í dag að íbúar borgarinnar sem snúa heim úr ferðalögum verði að fara í 14 daga sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert