Saka Wall Street Journal um rasisma

Kínversk yfirvöld hafa afturkallað blaðamannaskilríki þriggja blaðamanna bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal í Peking. Ástæðan er fyrirsögn í blaðinu fyrr í mánuðinum sem stjórnvöld segja að sé rasísk.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Geng Shuang, segir að ritstjórnargrein WSJ, en fyrirsögnin var: China is the Real Sick Man of Asia — Raunverulegur sjúklingur Asíu er Kína, væri rasísk og æsifréttamennska. Hann gagnrýnir WSJ harðlega fyrir að hafa ekki gefið út opinbera afsökunarbeiðni.

Vegna þessa hafi Kína ákveðið að afturkalla starfsleyfi þriggja fréttamanna WSJ í Peking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert