Sanders með forskot samkvæmt fyrstu tölum

Bernie Sanders.
Bernie Sanders. AFP

Bernie Sanders er efstur í forvali Demókrataflokksins í Nevada, sem fram fer í dag, eftir að 5% atkvæða hafa verið talin. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, kemur næstur á eftir Sanders en hann nær þó ekki helmingi atkvæðafjölda Sanders.

Pete Buttigieg, sem hafði betur en andstæðingar hans bæði í Iowa og í New Hampshire, er svo þriðji í röðinni og fast á hæla honum fylgir Elizabeth Warren.

Forvalið í Nevada er gjarnan talið gefa skýrari mynd af raunverulegum vilja Bandaríkjamanna, en í báðum hinum ríkjunum þar sem forval hefur þegar farið fram eru hvítir í miklum meirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert