Fyrsta tilfellið greint í Króatíu

Ungi maðurinn hafði verið staddur í Mílanó 19.-21. febrúar.
Ungi maðurinn hafði verið staddur í Mílanó 19.-21. febrúar. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Króatíu hafa staðfest að ungur maður þar í landi hefur greinst með kórónuveiruna, COVID-19. Hann hafði nýlega snúið heim frá Ítalíu og var staddur í Mílanó frá 19.-21. febrúar.

„Hann sýnir væg smiteinkenni og við vonum að svo verði áfram,“ sagði Vili Beros, heilbrigðisráðherra Króatíu á blaðamannafundi sem fram fór á spítala í höfuðborginni Zagreb í dag.

Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfelli kórónuveirunnar í ríkjum Balkanskaga.

Vili Beros, heilbrigðismálaráðherra Króatíu, tjáði fjölmiðlum að einkenni unga mannsins …
Vili Beros, heilbrigðismálaráðherra Króatíu, tjáði fjölmiðlum að einkenni unga mannsins væru væg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert