Páfinn á skjá vegna kórónuveirunnar

AFP

Francis páfi mun flytja sunnudagsbænir sínar af sjónvarpsskjá en ekki í eigin persónu eins og hann er vanur á morgun vegna kórónuveirunnar.

Í stað þess að páfi birtist í glugganum sínum sem vísar út á Péturstorgið mun hann birtast áheyrendum sínum af sjónvarpsskjá á torginu sjálfu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vatíkaninu, en AFP-fréttastofan greinir frá.

Hinn 83 ára gamli Francis dró sig í hlé í síðustu viku vegna kvefeinkenna, en síðastliðinn sunnudag fékk hann tvö hóstaköst meðan á bænahaldi stóð. Þá tilkynnti hann jafnframt að hann myndi ekki sækja viðburð í Róm. Hann ætlaði sér að vera heima og ná heilsu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert