Xi heimsækir Wuhan

Xi Jinping, forseti Kína.
Xi Jinping, forseti Kína. AFP

Forseti Kína, Xi Jinping, heimsótti Wuhan í dag, en heimsóknin er talin bera þess merki að búið sé að ná tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar í Kína.

Kórónuveirunnar COVID-19, sem nú hefur breiðst út um heim allan, varð fyrst vart í borginni Wuhan í Hubei-héraði í lok desember á síðasta ári og var héraðið lengi vel miðpunktur útbreiðslunnar.

Lýsti Xi því yfir í morgun að tek­ist hefði að koma í veg fyr­ir út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar að mestu leyti þar sem hún átti upp­tök sín. „Árang­ur hef­ur náðst við að halda ástand­inu stöðugu og snúa við blaðinu í Hubei og Wu­h­an,“ sagði Xi í sinni fyrstu heim­sókn til borg­ar­inn­ar síðan kór­ónu­veir­an braust út í janú­ar.

Smitum innan Kína hefur farið hratt fækkandi undanfarna daga og vikur, en það segja kínversk stjórnvöld áður óþekktum einangrunaraðgerðum að þakka. Kínversk stjórnvöld hafa þó viðurkennt að hafa ekki tekið útbreiðslu veirunnar nægilega alvarlega í fyrstu.

Tilkynnt hefur verið að heilsuhraustu fólki verði nú leyft að ferðast innan svæða í Hubei þar sem áhætta er talin lítil, en algert ferðabann hefur verið í héraðinu síðan í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert