Skólum lokað víða í Evrópu

Skólum víða í Þýskalandi verður lokað í næstu viku.
Skólum víða í Þýskalandi verður lokað í næstu viku. AFP

Evrópulöndum sem ákveðið hafa að aflýsa skólastarfi og annarri starfsemi fjölgar dag frá degi, en í dag hafa staðaryfirvöld víða í Þýskalandi, m.a. í Berlín og í Bæjaralandi, tilkynnt að þar standi til að loka skólum í næstu viku og fram yfir páska. 

Í Belgíu hefur jafnframt verið ákveðið að stöðva skólahald og loka öllum veitingahúsum, auk þess sem öllum verslunum sem ekki selja nauðsynjavörur eins og matvörur og lyf verður lokað um helgar.

Í Frakklandi verður öllum skólum á öllum skólastigum lokað frá og með mánudegi, auk þess sem Danmörk og Noregur hafa tilkynnt skólalokanir.

Frétt Frankfurter

Frétt Brussels Times

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert