Barinn til óbóta vegna gruns um smit

Heilbrigðisstarfsfólk hitamælir í Nairobi, höfuðborg Keníu.
Heilbrigðisstarfsfólk hitamælir í Nairobi, höfuðborg Keníu. AFP

Karlmaður, búsettur í suðausturhluta Keníu, sem grunaður var um að vera smitaður af kórónuveirunni, var laminn til óbóta af hópi ungmenna á leið heim af bar í fyrrakvöld. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Atvikið átti sér stað í bænum Msambweni en lögreglan staðfesti við BBC að enginn hefði verið handtekinn vegna málsins. 

Hins vegar lægi það ljóst fyrir að ungmennin hefðu gert hróp að manninum og sakað hann um að vera með kórónuveiruna.

Alls hafa sjö tilfelli kórónuveiru verið staðfest í Keníu. Líkt og í ýmsum öðrum löndum hafa reglur varðandi samkomuhald verið hertar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert