Opna Wuhan á nýjan leik

Íbúar snúa aftur til Wuhan í dag.
Íbúar snúa aftur til Wuhan í dag. AFP

Kínverska borgin Wuhan, þar sem kórónuveiran sem veldur COVID-19 á upptök sín, var í dag opnuð að hluta til eftir meira en tveggja mánaða einangrun. 

Fjöldi farþega sneri aftur til Wuhan í dag. Íbúum hefur verið veitt innganga í borgina en enn má ekki yfirgefa hana. Fjöldi staðfestra smita í Wuhan, sem er höfuðborg Hubei-héraðs, er rúmlega 50.000 og hið minnsta 3.000 dauðsföll hafa verið staðfest. 

Samkvæmt opinberum tölum kínverskra stjórnvalda hafa nýjum smitum fækkað umtalsvert. Í dag var tilkynnt um það að ný smit síðasta sólarhringinn hafi verið 54 og öll utanaðkomandi. 

AFP

Kínversk stjórnvöld reyna nú að hefta útbreiðslu smita sem koma erlendis frá og hafa meinað erlendum ferðamönnum að koma til landsins. 

Alls hafa yfir 600.000 þúsund smit verið staðfest á heimsvísu og dauðsföll eru nú um 29.000. Tæplega 136.000 hafa jafnað sig á veirunni. 

Talið er að veiran hafi átt upptök sín á sjávarfangsmarkaði í Whuan. Íbúar borgarinnar hafa verið lokaðir af síðan um miðjan janúar. Vegum sem liggja að borginni var lokað fyrir rúmum tveimur mánuðum en voru opnaðir að nýju á föstudag. Þá voru lestastöðvar opnaðar að nýju í dag.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert