Dauðsföllum fjölgar í Bretlandi og Frakklandi

Maður á gangi með andlitsgrímu í Frimley, suðvestur af London.
Maður á gangi með andlitsgrímu í Frimley, suðvestur af London. AFP

Tilkynnt hefur verið um 381 nýtt dauðsfall í Bretlandi af völdum kórónuveirunnar, sem er það mesta á einum degi til þessa. Þetta eru meira en tvöfalt fleiri dauðsföll er greint var frá í gær.

Sérfræðingar segja að ekki megi lesa of mikið úr tölunum og telja að þær varúðarráðstafanir sem hefur verið gripið til séu að virka.

Heilbrigðisráðherra Bretlands greindi frá því að um miðjan dag í gær hefðu alls 1.789 látist í landinu af völdum veirunnar.

Sjúklingarnir sem létust voru á aldrinum 19 til 98 ára. Allir nema 28 höfðu átt við heilsufarsvandamál að stríða.

Í Frakklandi var greint frá því að í dag að 499 til viðbótar hefðu látist úr veirunni, sem er einnig það mesta á einum degi til þessa. Samanlagt eru dauðsföllin orðin 3.523 talsins. Alls liggja 22.757 á sjúkrahúsi í landinu með Covid-19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert