Fjöldi smita nálgast milljón

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AFP

Fjöldi kórónuveirusmita á heimsvísu er kominn yfir 900 þúsund. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir smit verða orðin milljón innan nokkurra daga.

Útlit er fyrir að farið sé að hægja á faraldrinum á Ítalíu, en á sama tíma er hann í miklum uppgangi í öðrum Evrópulöndum á borð við Spán og Frakkland, auk þess sem hann virðist vera á hraðri uppleið. Þar segja menn að kúrfan líkist þeirri sem gerðist á Ítalíu.

Sex vikna gamalt barn látið

Trump segir næstu vikur verða skelfilegar.
Trump segir næstu vikur verða skelfilegar. AFP

Fjöldi dauðsfalla vegna COVID-19 á heimsvísu er orðinn rúmlega 46.000. Þeirra á meðal er andlát sex vikna gamals barns í Bandaríkjunum í dag. Barnið er yngsta fórnarlamb kórónuveirufaraldursins svo vitað sé.

Útgöngubann tekur nú til nærri helmings íbúa jarðar og hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti varað þegna sína við því að næstu vikur verði skelfilegar. Staðfest tilfelli í Bandaríkjunum telja nú orðið 200.000 og 4.600 eru látnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert