Tveir Namibíuhákarlanna ákærðir fyrir símasmygl

James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarmaður Fischor í Namibíu.
James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarmaður Fischor í Namibíu. Ljósmynd/Seaflower

Pius Mwatelulo og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarmaður Fischor í Namibíu, hafa verið ákærðir fyrir að smygla farsímum og snjallúrum í fangelsi í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Þetta kemur fram á vef Namibian, en RÚV greinir frá málinu fyrst íslenskra miðla. Málið verður tekið fyrir 14. maí.

Mwatelulo og Hatuikulipi eru í hópi sexmenninganna sem hafa verið ákærðir í Namibíu fyrir spillingu og að leggja á ráðin um spillingu, en þeir voru handteknir eftir umfjöllun um Samherjaskjölin og hafa þeir setið í varðhaldi frá því í desember.

Þeim er gefið að sök að hafa á árunum 2014 til 2019 þegið 103 milljónir namibískra dollara í mútur frá fyrirtækjunum Mermaria Seafood og Esju, sem áttu að tryggja fyrirtækjunum, sem bæði eru í íslenskri eigu, áframhaldandi fiskveiðikvóta. Réttarhöld í því máli hefjast 23. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert