Ákvörðun sem muni veikja WHO

Kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta en for­set­inn ætl­ar að fara fram á við rík­is­stjórn sína að fjár­fram­lög til Alþjóðaheil­brigðis­málastofn­un­ar­inn­ar (WHO) verði stöðvuð.

Kínverjar hvetja stjórnvöld í Washington til að framfylgja skyldum sínum á tímum kórónuveirufaraldursins.

„Ákvörðun Bandaríkjanna mun veikja WHO og grafa undan alþjóðlegu samstarfi í baráttunni gegn veirunni,“ sagði kínverski embættismaðurinn Zhao Liljan.

Trump sakaði WHO um að taka pólitískar ákvarðanir fram­ar því að bjarga manns­líf­um með því að taka mark á því sem Kín­verj­ar hafa miðlað um reynslu sína af veirunni. Trump hef­ur áður sakað WHO um að vera hlut­dræga gagn­vart Kína og hef­ur sagt stofn­un­ina of Kína-miðaða í bar­átt­unni gegn veirunni.

Karlmaður á rafskutlu í Wuhan í Kína. Þarlend stjórnvöld hafa …
Karlmaður á rafskutlu í Wuhan í Kína. Þarlend stjórnvöld hafa áhyggjur af því að Bandaríkin dragi úr fjárframlögum til WHO. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert