Tveir fundist á lífi

Frá slysstaðnum í dag.
Frá slysstaðnum í dag. AFP

Alls hafa lík 80 manna fundist eftir að farþegaþota hrapaði til jarðar í pakistönsku borginni Karachi í dag. Frá þessu greina heilbrigðisyfirvöld á staðnum, en óttast er að fleiri hafi látist í slysinu.

Flugstjórar þotunnar munu hafa reynt að lenda nokkrum sinnum á flugvelli borgarinnar áður en hún skall á húsum í borginni, með þeim afleiðingum að fólk lést á jörðu niðri einnig.

Talið er að minnst tveir hafi lifað slysið af, þvert á fregnir sem bárust fyrr í dag. Tekið gæti tvo til þrjá daga að ljúka aðgerðum á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert