Notkun á malaríulyfinu hætt í Frakklandi

Læknum í Frakklandi er ekki lengur heimilt að nota malaríulyfið …
Læknum í Frakklandi er ekki lengur heimilt að nota malaríulyfið hydroxychloroquine í meðferðum við COVID-19. AFP

Læknum í Frakklandi er ekki lengur heimilt að nota malaríulyfið hydroxychloroquine í meðferðum við COVID-19. Lagasetning þess efnis tekur gildi í landinu í dag eftir að tvær ráðgjafastofnanir bentu á að sjúklingum geti stafað hætta af notkun lyfsins. 

Í fyrradag greindi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) frá því að próf­un­um á virkni lyfsins á kór­ónu­veiruna hafi verið hætt, að minnsta kosti tíma­bundið, vegna gruns um að slíkt sé ekki ör­uggt.

Próf­un­um á lyf­inu, sem hafa verið í gangi í nokkr­um lönd­um, hefur tíma­bundið verið af­lýst vegna rann­sókn­ar, hverr­ar niður­stöður voru að meðferð sjúk­linga með COVID-19 með lyf­inu gæti jafn­vel aukið lík­ur á dauðsfalli af völd­um sjúk­dóms­ins.

Mikið hef­ur verið rætt um mögu­lega virkni hydroxychloroquine á kór­ónu­veiruna og hef­ur lyfið víða verið notað sem til­raunameðferð. Sér­staka at­hygli vakti svo þegar Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sagðist taka lyfið sem for­vörn gegn kór­ónu­veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert