Viðbúin frekari útbreiðslu veirunnar

AFP

Kórónuveiran „er ekki horfin“ og við þurfum að búa okkur undir frekari útbreiðslu. Þetta kom fram í máli eins helsta sérfræðings Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar í far­ald­urs­fræðum í viðtali við BBC.

Sérfræðingurinn, David Nabarro, sagði að nú þegar slakað hefur verið á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins víða í Evrópu þurfi fólk að halda fjarlægðarmörk eins mikið og mögulegt er.

Nabarro sagði áfram gríðarlega mikilvægt fyrir alla að fara í einangrun um leið og það fyndi fyrir einkennum veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert