Bandaríkin senda malaríulyf til Brasilíu

Bandarísk stjórnvöld hafa sent tvær milljónir skammta af malaríulyfinu hydroxychloroquine …
Bandarísk stjórnvöld hafa sent tvær milljónir skammta af malaríulyfinu hydroxychloroquine til Brasilíu í baráttunni gegn COVID-19. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa sent tvær milljónir skammta af malaríulyfinu hydroxychloroquine til Brasilíu í baráttunni gegn COVID-19. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Notkun á lyfinu hefur reynst umdeild og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) til að mynda hætt prófunum á virkni lyfs­ins á kór­ónu­veiruna hafi verið hætt, að minnsta kosti tíma­bundið, vegna gruns um að slíkt sé ekki ör­uggt.

Í tilkynningu bandarískra stjórnvalda segir að lyfið verði fyrst og fremst notað til að vernda brasilískt heilbrigðisstarfsfólk sem starfar í framlínunni í baráttunni gegn COVID-19, en að lyfið verði einnig notað í meðferð sjúklinga sem greinst hafa með veiruna. Yfirvöld í Brasilíu hafa mælt með notkun lyfsins, á meðan flest önnur ríki sem hafa nýtt það hafa hætt notkun þess. 

Faraldurinn er hvað skæðastur þessa stundina í Brasilíu, Bandaríkjunum og Mexíkó. Alls létust 956 af völdum veirunnar í Brasilíu síðasta sólarhringinn, 698 í Bandaríkjunum og 364 í Mexíkó. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert