Mestu erfiðleikarnir að baki

Donald Trump ásamt helsta efnahagsráðgjafa sínum Larry Kudlow.
Donald Trump ásamt helsta efnahagsráðgjafa sínum Larry Kudlow. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að mestu erfiðleikarnir í tengslum við kórónuveiruna séu afstaðnir í landinu.

„Við vorum með sterkasta efnahaginn í mannkynssögunni. Og sá styrkur kom okkur í gegnum þennan hræðilega faraldur, að mestu leyti í gegnum hann, og ég held að okkur gangi virkilega vel,“ sagði Trump á blaðamannafundi eftir að birtar voru tölur um góða atvinnuþátttöku í Bandaríkjunum sem þóttu koma á óvart.

„Allar ákvarðanir okkar hafa verið hárréttar,“ sagði Trump um viðbrögð sín við faraldrinum, sem hefur orðið yfir 180 þúsund manns að bana í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert