Hefðu átt að hlusta á leikmennina

Roger Goodell, framkvæmdastjóri bandarísku NFL-deildarinnar í ruðningi.
Roger Goodell, framkvæmdastjóri bandarísku NFL-deildarinnar í ruðningi. AFP

„Það var rangt af okkur að hlusta ekki á leikmennina og við hvetjum alla til að mótmæla friðsamlega,“ sagði Roger Goodell, framkvæmdastjóri bandarísku NFL-deildarinnar í ruðningi. Hann segir að stjórnendur deildarinnar hefðu átt að hlusta fyrr á skilaboð leikmanna um kynþáttafordóma.

Kynþáttafordómar hafa lengi verið til umræðu innan deildarinnar, sér í lagi eftir mótmæli Colin Kaepernick. Hann hefur verið án samnings síðan 2017 en hann kraup á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaðu fyrir leiki.

Kapernick ákvað að gera þetta til þess að vekja at­hygli á mál­efn­um þeldökkra í land­inu og mót­mæla þeirri kúg­un og því of­beldi sem fólk af öðrum kynþætti en þeim hvíta hef­ur mátt þola í gegn­um árin.

Goodell segir að NFL-deildin fordæmi kynþáttafordóma og kerfisbundna mismun gagnvart svörtum vestanhafs.

Ummæli hans koma í kjölfarið á því að fjöldi leikmanna hvatti deildina til að taka harðar á kynþáttafordómum og lögregluofbeldi í landinu eftir að lögregluþjónn drap George Floyd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert