Ritstjórar hætta vegna ritskoðunar

Vedomosti er einn fárra sjálfstæðra fjölmiðla sem eftir eru í …
Vedomosti er einn fárra sjálfstæðra fjölmiðla sem eftir eru í Rússlandi, en blaðamenn hans hafa staðið í stappi við stjórnendur fyrirtækisins vegna meintrar ritskoðunar um nokkurt skeið. AFP

Allir aðstoðarritstjórar rússneska viðskiptafréttamiðilsins Vedomosti hafa sagt starfi sínu lausu og saka nýjan yfirritstjóra og stjórnvöld í Rússlandi um ritskoðun.

Vedomosti er einn fárra sjálfstæðra fjölmiðla sem eftir eru í Rússlandi, en blaðamenn hans hafa staðið í stappi við stjórnendur fyrirtækisins vegna meintrar ritskoðunar um nokkurt skeið. 

Aðstoðarritstjórar Vedomosti eru fimm talsins en þeir hafa allir sagt upp störfum vegna ráðningar yfirritstjórans Andrei Shmarov, sem sakaður hefur verið um mikla ritskoðun og ráðning hans sögð hafa verið pólitísk.

Vedomosti var stofnaður af hollenska fjölmiðlafyrirtækinu Independent Media, hinu breska Financial Times og bandaríska viðskiptablaðinu Wall Street Journal árið 1999 og var jafnframt rekið af þessum aðilum um nokkurt skeið.

Fjölmiðillinn hefur svo gengið í gegnum nokkur eigendaskipti í kjölfar þess að lög voru sett um eignarrétt erlendra aðila á rússneskum fjölmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert