„Ég bið ykkur um að hjálpa okkur“

„Ég á að gæta bróður míns. Þið, fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, …
„Ég á að gæta bróður míns. Þið, fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, eigið að gæta okkar í Bandaríkjunum og þið hafið valdið til að ná fram réttlætinu fyrir bróður minn George Floyd. Ég bið ykkur um að hjálpa honum, ég bið ykkur um að hjálpa mér, ég bið ykkur um að hjálpa okkur, svörtum Bandaríkjamönnum, “ sagði Philonise Floyd á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. AFP

Philonise Floyd, bróðir George Floyd, sem var drepinn af lögreglu í Minnesota í lok síðasta mánaðar, biður Sameinuðu þjóðirnar setja á fót rannsóknarnefnd sem grandskoði mál þar sem svartir hafa látið lífið í haldi lögreglu sem og ofbeldi lögreglumanna gegn mótmælendum sem hófust af krafti eftir dauða Floyds. 

Bróðir Floyds var gestur á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í dag en hann ávarpaði fundargesti stafrænt. Philonise lýsti því hvernig öll heimsbyggðin hefði séð bróður hans myrtan. Það sýni að líf svartra skipti ekki máli í Bandaríkjunum. „Hvernig þið sáuð bróður minn pyntaðan og myrtan í mynd sýnir hvernig lögreglan kemur fram við svart fólk í Bandaríkjunum,“ sagði Philonise sem var mikið niðri fyrir. 

„Ég á að gæta bróður míns. Þið, fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, eigið að gæta okkar í Bandaríkjunum og þið hafið valdið til að ná fram réttlætinu fyrir bróður minn George Floyd. Ég bið ykkur um að hjálpa honum, ég bið ykkur um að hjálpa mér, ég bið ykkur um að hjálpa okkur, svörtum Bandaríkjamönnum, “ sagði Philonise.  

Kerfisbundið kynþáttahatur og lögregluofbeldi var til umræðu á fundinum í dag að ósk fjölda Afríkuríkja. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki heimsins til að horfast í augu við arfleifð nýlendustefnunnar og þrælahalds og greiða sanngirnisbætur.

Fjölmenn mótmæli hafa verið í mörgum stærstu Bandaríkjanna eftir að …
Fjölmenn mótmæli hafa verið í mörgum stærstu Bandaríkjanna eftir að Floyd var drepinn af lögreglu. Mótmælt fóru meðal annars fram í New York í dag. AFP

Fjölmenn mótmæli hafa verið í mörgum stærstu Bandaríkjanna eftir að Floyd var drepinn af lögreglu. Mótmælin hafa stigmagnast, ekki síst eftir að Rayshard Brooks, 27 ára svartur Bandaríkjamaður, var skotinn í bakið af lögreglumanni í Atlanta á föstudag. Brooks lést af sárum sínum á spítala og hefur lögreglumaðurinn verið ákærður fyrir dauða hans, rétt eins og lögreglumaðurinn sem kraup á hálsi Floyds í tæpar níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést. 

Bachelet gagnrýndi „ástæðulausa hörku“ sem Floyd var beittur af lögreglu og sagði hún mótmælin í Bandaríkjunum birtingamynd áralangs sársauka sem margar kynslóðir hafa búið við. 

Óljóst er hvort beiðni Philonise um opinbera rannsókn fái nægan hljómgrunn til að verða að veruleika. Bandaríkin eiga ekki sæti í mannréttindaráðinu en Donald Trump Bandaríkjaforseti dró fulltrúa Bandaríkjanna úr ráðinu fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert