489 læknar í Rússlandi látnir úr COVID

Rússneski læknirinn Dmitry Cheboksarov í hlífðarfatnaði. Hann er yfirlæknir á …
Rússneski læknirinn Dmitry Cheboksarov í hlífðarfatnaði. Hann er yfirlæknir á COVID-19 deild Vinogradov spítalans í Moskvu. AFP

489 læknar hafa fallið frá í Rússlandi vegna COVID-19. Í síðasta mánuði var greint frá 101 dauðsfalli lækna vegna COVID svo aukningin er mikil. Alla Samoilova forstjóri heilbrigðiseftirlits Rússlands segir að erfiðleikar við að útvega viðeigandi hlífðarbúnað fyrir læknana sé ein af ástæðum þess að dauðsföllin eru svo mörg. 

„Ef ég á að vera hreinskilin þá áttum við í vandræðum með það til að byrja með, við áttum ekki nóg af hlífðarbúnaði.“

Þriðja flest tilfelli kórónuveiru hafa greinst í Rússlandi á heimsvísu og eru tilfellin nú um 561.000 talsins. Þar af hafa 7.790 greinst á síðasta sólarhring. Tilkynnt hefur verið um 7.760 dauðsföll vegna veirunnar í Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert