Perú toppar Ítalíu í smitum

Jean Paul Benavente, ríkisstjóri Cusco-ríkis í Perú, ræðir við sérfræðinga …
Jean Paul Benavente, ríkisstjóri Cusco-ríkis í Perú, ræðir við sérfræðinga og yfirvöld vegna nýrra sóttvarnareglna sem taka gildi áður en „týnda borgin“ Machu Picchu verður opnuð fyrir almenningi að nýju 1. júlí næstkomandi. AFP

Rúmlega 240.000 tilfelli kórónuveirusmita hafa nú verið staðfest í Perú en þar með eru tilfelli í Perú orðin fleiri en á Ítalíu sem var lengi vel það land sem hafði farið verst út úr faraldrinum í Evrópu. 

Næstflest tilfelli í Rómönsku-Ameríku eru nú í Perú en í Brasilíu eru tilfellin ívið fleiri og nálgast eina milljón. 7.257 hafa týnt lífi vegna veirunnar í Perú og er það mun lægri tala en sú á Ítalíu. Þar hafa 34.448 týnt lífi vegna veirunnar og 46.510 í Brasilíu. 

Mesta fjölgun smita undanfarið hefur átt sér stað í Rómönsku-Ameríku en þar eru fleiri en fjórar milljónir staðfestra smita. Löndin sem hafa orðið hvað verst úti í þessum hluta Ameríku eru Brasilía, Perú og Chile. 

Sérfræðingar telja að smitin í þessum löndum séu í raun mun fleiri en opinberar tölur sega til um. 

Perú framlengdi nýverið lokun landsins til 30. júní og fjöldi smita sem greinast dag frá degi virðist vera á niðurleið. Tilkynnt var um 3.700 smit í Perú í gær en sú tala jafngildir helmingi daglegra smita í lok maí þegar faraldurinn stóð sem hæst í Perú. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert