Trump rekur saksóknara í New York

Berm­an hef­ur meðal annars rannsakað umfangsmikil mál fyrrverandi samstarfsmanna forsetans, …
Berm­an hef­ur meðal annars rannsakað umfangsmikil mál fyrrverandi samstarfsmanna forsetans, til að mynda Michael Cohen. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið saksóknara í New York eftir að hann neitaði að láta af störfum. 

Saksóknarinn Geoffrey Berman, sem hefur farið fyr­ir sak­sókn gegn fjölda sam­starfs­manna Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta síðan hann tók við stöðu sak­sókn­ara í New York árið 2018, segist hafa komist að því í frétta­til­kynn­ingu dóms­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna að hann væri að stíga til hliðar. Hann sagði ekkert til í því og sagðist ekki ætla að segja af sér fyrr en ann­ar verði til­nefnd­ur í starfið af for­seta og samþykkt­ur af þing­mönn­um öld­unga­deild­ar­inn­ar. Nú hefur hann verið rekinn, að því er fram kemur í tilkynningu William Barr dóms­málaráðherra. 

„Þar sem þú hefur lýst því yfir að þú ætlir ekki að víkja úr starfi hef ég beðið forsetann að sjá til þess að þú gerir það,“ segir Barr m.a. í tilkynningunni. 

Berm­an hef­ur meðal annars rannsakað umfangsmikil mál fyrrverandi samstarfsmanna forsetans, til að mynda Michael Cohen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert