Skemmdarverk og ofbeldi í Stuttgart

Fólk braut sér leið inn í verslanir og fór þar …
Fólk braut sér leið inn í verslanir og fór þar um ránshendi. AFP

Hópur fólks braut rúður og fór ránshendi um verslanir í miðborg Stuttgart í Þýskalandi í nótt. Lögregla í borginni segir á annan tug lögreglumanna hafa hlotið áverka í baráttunni við óeirðarseggi en óeirðirnar brutust út eftir afskipti lögreglu af meintum fíkniefnaviðskiptum ungs fólks í götupartíi.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að sumir óeirðarseggjanna hafi kastað hellum í lögreglubíl á ferð, og að á tímabili hafi lögregla misst stjórn á ástandinu en talið er að um 500 manns hafi tekið þátt. Yfir 200 lögreglumenn af bakvakt voru kallaðir út til miðborgarinnar þar sem múgurinn réðst á verslunarhúsnæði, að því er virtist af handahófi.

Fritz Kuhn, borgarstjóri Stuttgart úr flokki Græningja, sagði á Twitter að hann væri í áfalli yfir ofbeldinu, árásum á lögreglu og eyðileggingu í borginni. „Þetta er sorglegur sunnudagur fyrir Stuttgart,“ sagði borgarstjórinn. „Við erum að rannsaka vandlega hvað gerðist. Eitt er víst: Engin stjórnlaus svæði eiga heima í Stuttgart“.

Glerbrot liggja á gangstétt fyrir utan farsímaverslun í miðborg Stuttgart.
Glerbrot liggja á gangstétt fyrir utan farsímaverslun í miðborg Stuttgart. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert