Á annað hundrað látnir í mótmælum

Dauða Hundessa hefur verið mótmælt í tæpa viku.
Dauða Hundessa hefur verið mótmælt í tæpa viku. AFP

Dauða söngvarans Hachalu Hundessa hefur nú verið mótmælt í tæpa viku í Eþíópíu og að minnsta kosti 166 hafa látist. 

Samkvæmt BBC hafa 145 borgarar og 11 öryggisverðir látist í Omoria-héraði og að minnsta kosti 10 hafa látist í höfuðborginni Addis Ababa. 

Hundessa, 34 ára, var skotinn til bana á mánudag. Mótmælin hófust í Oromia, þar sem hann var álitinn hetja, og hafa dreifst víða um landið síðan. Söngvaranum höfðu borist líflátshótanir en hvað bjó að baki morðinu er enn óljóst. 

Textar laga hans fjalla aðallega um réttindi Oromo-þjóðarbrotsins og urðu að baráttusöngvum í mótmælaöldunni sem leiddi til þess að fyrrverandi forsætisráðherra Eþíópíu var steypt af stóli árið 2018. 

Aukin spenna á milli þjóðarbrota og trúarhópa í Eþíópíu hafa litað mótmælin. 

167 eru slasaðir og 1.084 hafa verið handteknir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert