Öfgahægrihópar komu saman vegna orðróma

AFP

Orðrómur um að and-fasískir mótmælendur hygðust brenna bandaríska fánann við Gettysburg, frægan vígvöll úr bandarísku borgarastyrjöldinni, leiddi til þess að öfgahægrihópar, sumir þungvopnaðir, komu saman. 

Færslur á samfélagsmiðlum bentu til þess að hópur mótmælenda hygðist safnast saman og deila út bandarískum fánum til þess að brenna. Öfgahægrihópar mættu á Gettysburg vígvöllinn, en þar var enga mótmælendur að finna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert