Fimm létust í árás á kirkju

AFP

Fimm eru látnir eftir að árásarmenn réðust inn í kirkju í Suður-Afríku og drápu gesti þar. Árásarmennirnir tilheyra klofningshóp kirkjunnar en tekist hefur verið á um stjórn kirkjunnar.

BBC hefur eftir lögreglunni í Suður-Afríku að tekist hafi að bjarga konum, körlum og börnum úr haldi árásarmannanna en árásin var gerð í morgun. Kirkjan, International Pentecostal Holiness Church, er í úthverfi Jóhannesarborgar. Um 40 hafa verið handteknir og hald lagt á mikið magn vopna. 

Gengið hefur á ýmsu síðan leiðtogi kirkjunnar lést árið 2016 og lögreglan hefur áður verið kölluð þangað vegna skotbardaga. Eins hafa fjármál kirkjunnar ratað í fjölmiðla en svo virðist sem fé hafi horfið úr sjóðum hennar. Meðal árásarmanna voru lögreglumenn og sérsveitarmenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert