Smit í Indlandi orðin milljón

35 þúsund ný smit greindust á Indlandi síðasta sólarhring.
35 þúsund ný smit greindust á Indlandi síðasta sólarhring. AFP

Staðfest kórónuveirusmit í Indlandi eru orðin milljón talsins og er Indland þannig orðið þriðja landið þar sem fleiri en milljón smit hafa greinst. 

Fyrst til að ná þeim árangri voru Bandaríkin, en smit þar eru orðin rúmlega 3,5 milljónir. Þá náðu smit í Brasilíu nýlega tveimur milljónum, samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskóla.

35 þúsund ný smit greindust á Indlandi síðasta sólarhring.

Um þriðjungur allra greinda smit á Indlandi eru enn virk, en samkvæmt frétt BBC er tala látinna af völdum kórónuveirunnar í Indlandi tiltölulega lág, um 25 þúsund, og virðast flestir ná sér af veirunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert