Höfða mál til að leysa upp Samtök skotvopnaeigenda

AFP

Ríkissaksóknarinn í New York-ríki hefur greint frá því að hann muni höfða mál til að leysa upp Samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, vegna meints fjármálamisferlis. 

Þetta kemur fram á vef BBC.

Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Samtaka skotvopnaeigenda, NRA.
Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Samtaka skotvopnaeigenda, NRA. AFP

Ríkissaksóknarinn, Letitia James, segir að samtökin hafi flutt milljónir dala inn á reikninga stjórnenda samtakanna, þar á meðal Wayne LaPierre, framkvæmdastjóra NRA, sem þeir hafi síðan nýtt í eigin þágu. 

James segir að misferlið hafi staðið yfir árum saman og stefnt sé að því að leysa samtökin upp. 

Forsvarsmenn NRA hafa ekki tjáð sig um málið. 

Letitia James, ríkissaksóknari í New York-ríki.
Letitia James, ríkissaksóknari í New York-ríki. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert