Gengið til kosninga í Hvíta-Rússlandi

Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, á kjörstað í morgun.
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, á kjörstað í morgun. AFP

Kjörstaðir opnuðu í morgun í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, þykir sigurstranglegur þrátt fyrir mótframboð Svetlönu Tsikanovskaju. 

Í hópi fjög­urra mót­fram­bjóðenda for­set­ans hef­ur Tsikanovskaja skarað fram úr með skil­virkri og fágaðri kosn­inga­bar­áttu, með fjölda­fund­um vítt og breitt um landið þar sem þúsund­ir hafa komið sam­an og kallað eft­ir breyt­ing­um og frelsi.

Samkvæmt BBC þykir Lúkasjenkó sigurstranglegur. 

Auk Lúkasjenkó og Tsikanovskauju eru þrír aðrir í framboði: Anna Kanopatskaya, fyrrverandi þingmaður, Sergei Cherechen, leiðtogi flokks sósíaldemókrata, og Andrei Dmitiyev baráttumaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert