Banna reykingar vegna smithættu

Þessi maður verður, líkt og aðrir íbúar héraðsins, að tryggja …
Þessi maður verður, líkt og aðrir íbúar héraðsins, að tryggja tveggja metra fjarlægð ef hann ætlar að reykja. AFP

Yfirvöld í spænska héraðinu Galiciu hafa ákveðið að banna reykingar á almannafæri þar sem ekki er unnt að virða fjarlægðamörk. Bannið er sett fram vegna aukins fjölda staðfestra kórónuveirutilfella á Spáni síðustu daga.

Sérfræðingar segja reykingar auka útbreiðslu veirunnar vegna þess að reykingafólk er ekki með grímu og við það aukist líkur á dropasmiti.

Samkvæmt frétt BBC íhuga önnur héruð að feta í fótspor Galiciu.

„Við vitum að þessi aðgerð er ekki vinsæl meðal reykingafólks,“ er haft eftir Alberto Fernández Villar, talsmanni yfirvalda í héraðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert