Framleiðslu lokið á fyrsta skammti bóluefnis

Framleiðsla bóluefnisins fer fram í lyfjaverksmiðjunni Binnofarm í bænum Zelenograd, …
Framleiðsla bóluefnisins fer fram í lyfjaverksmiðjunni Binnofarm í bænum Zelenograd, skammt frá Moskvu. AFP

Rússar segjast hafa lokið framleiðslu á fyrsta skammti sínum af bóluefni við kórónuveirunni.

Stutt er síðan Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti að þjóðin hefði verið sú fyrsta í heiminum til að þróa bóluefni við veirunni.

„Fyrsti skammtur af nýju bóluefni við kórónuveirunni sem var þróaður af Gamaleya-rannsóknarstofnuninni hefur verið framleiddur,“ sagði í tilkynningu frá rússneska heilbrigðisráðuneytinu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tók tíðindunum af þróun bóluefnisins með varúð og sagði að enn ætti eftir að kanna öryggi þess.

Rússar segjast ætla að hefja allsherjar framleiðslu í september og að búnir verði til 5 milljón skammtar á mánuði frá og með desember eða janúar.

Vladimir Pútín.
Vladimir Pútín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert