Lögregluþjónar skotnir í „launsátri“

Myndband af árásinni sýnir einstakling skjóta lögregluþjónana þar sem þeir …
Myndband af árásinni sýnir einstakling skjóta lögregluþjónana þar sem þeir sitja í bifreið sinni. Ljósmynd/Twitter

Tveir lögregluþjónar í Los Angeles í Kaliforníu-ríki eru þungt haldnir eftir að hafa verið skotnir af stuttu færi í því sem lögreglan vestanhafs segir launsátur. 

Í myndbandi af atvikinu má sjá einstakling nálgast bifreið lögregluþjónana með skotvopn. Einstaklingurinn skýtur lögregluþjónana og hleypur síðan í burtu. 

Fram kemur á BBC að 40 lögregluþjónar hafi látist við störf sín í Bandaríkjunum það sem af er ári. 

Samkvæmt lögreglunni í Los Angeles hrópuðu mótmælendur slagorð gegn lögreglu og reyndu að hindra aðgang að bráðamóttökunni þar sem lögregluþjónarnir fá nú aðhlynningu. Lögregluþjónarnir hafa ekki verið nafngreindir, en talið er að þeir séu 24 og 31 árs gamlir. Um er að ræða konu og karlmann. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi myndbandi af atvikinu. „Skepnur sem þarf að slá niður af afli,“ skrifaði forsetinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert