Segja Johnson „niðurlægja“ bresku þjóðina

John Major og Tony Blair.
John Major og Tony Blair.

Tony Blair og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Bretlands, hafa biðlað til þingmanna breska þingsins um að hafna tillögu Boris Johnsons forsætisráðherra, sem fæli í sér að ekki yrði tekið tillit til ákveðinna hluta Brexit-samnings Breta við Evrópusambandið. 

Blair og Major segja bresku ríkisstjórnina „niðurlægja“ bresku þjóðina. 

Frumvarp til laga um innri markað Evrópu verður til umræðu á breska þinginu á mánudag. Frumvarpið brýtur í bága við útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. 

Blair og Major segja aðgerðir ríkisstjórnarinnar „óábyrgar, í meginatriðum rangar og hættulegar í framkvæmd“.

Ráðherrarnir fyrrverandi, sem báðir eru mótfallnir Brexit, segja skuldbindingar Bretlands á grundvelli útgöngusamningsins „alveg jafn mikilvægar“ og sett lög í landinu. Þeir hvetja þingmenn breska þingsins til að greiða atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. 

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert