Gefur út lög til að mótmæla samkomutakmörkunum

Van Morrison.
Van Morrison. AFP

Rokkgoðið Van Morrison segist hafa tekið upp þrjú lög nýverið til þess að mótmæla samkomutakmörkunum stjórnvalda í Bretlandi. Segir hann að textar laganna beinist einna helst að vísindamönnum sem „ljúga og setji fram rangar staðreyndir.“ Lögin verða gefin út síðar í þessum mánuði.

Norður-Írinn hefur um áratugaskeið gefið út rokk- og þjóðlagatónlist og ber þar hæst að nefna lögin Brown Eyed Girl, sem kom út árið 1967, og lagið Gloria sem hann gaf út með hljómsveitinni Them.

Tónlistarviðburðir svari ekki kostnaði

Van Morrison segir í tilkynningu að það svari ekki kostnaði að halda stóra tónlistarviðburði og hvetur hann aðra breska tónlistarmenn til þess að standa með sér í baráttu sinni gegn oki stjórnvalda.

„Ég er ekkert að reyna að segja fólki hvernig það á að hugsa eða hvað það á að gera, stjórnvöld virðast standa sig ágætlega í því eins og er,“ segir Van Morrison í tilkynningu.

Lög hans þrjú munu bera titlana Born To Be Free, As I Walked Out og No More Lockdown.

 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert