Enginn samningur ef ByteDance situr í stjórn

Trump segist ekki ætla að samþykkja samninginn ef ByteDance, móðurfélag …
Trump segist ekki ætla að samþykkja samninginn ef ByteDance, móðurfélag TikTok heldur nokkurri stjórn. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að hann myndi ekki samþykja kaupsamning á kínverska samfélagsmiðlunum TikTok ef móðurfyrirtækið ByteDance héldi nokkurri stjórn yfir starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.

TikTok hefur nýlega spilað lykilhlutverk í stjórnmáladeilum ráðamanna í Washington og Peking, en ef ekki næst samningur um sölu TikTok verður bandarískum fyrirtækjum gert að hætta að eiga viðskipti við ByteDance.

Drög að nýjasta samningnum gera ráð fyrir því að tæknifyrirtækið Oracle og Walmart hefji svokallað viðskiptasamband sem héldi utan um starfsemi TikTok í Bandaríkjunum.

Í viðtali við Fox-fréttastofuna sagði Trump að ekkert yrði úr samningnum ef ByteDance héldi nokkurri stjórn yfir starfsemi miðilsins í BNA.

Hann sagði að Oracle og Walmart myndu hafa fulla stjórn. “Ef við komumst að því að þau hafi ekki fulla stjórn, þá munum við ekki samþykkja samninginn.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert